fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Astrópía
Óvenju vinsælt þykir að blogga um myndina Astrópíu um þessar mundir og ég hef ákveðið að fylgja straumnum.
Hef lítið vit á klippingu, lýsingu og þannig hlutum, svo égMyndin er í raun fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, þ.e. ævintýra/gamanmynd. Flestir eru sammála um að myndin er mjög vel heppnuð og ég er einn af þeim. Söguþráðurinn er afbragðsgóður og frumlegur að vissu leyti. Þó að óteljandi bardagamyndir hafi verið gerðar eru fáar sem fjalla um gellu í nördabúð sem sogast bókstaflega inn í heim nörda. Leikararnir sýna nú enga meistaratakta en skila sínu samt ágætlega, enda ekki til mikils af þeim krafist (nema kannski tilfinningarnar sem fylgja neistafluginu milli Hildar og Dags, og þar tekst Degi að láta manni líða kjánalega). Tónlistin var fín, blanda af nýjum íslenskum lögum og búlgarskri sinfóníu. læt það ósagt að dæma þá.
Myndin fær 2,5 stjörnur af 5 mögulegum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)