laugardagur, 15. september 2007

American Movie


Ótrúlega langdregin mynd sem á þó sína gullnu kafla. Myndin fjallar um ruglaðan gaur (Mark) sem á sér þann draum að verða ríkur og frægur leikstjóri. Það tekst þó ekki hjá honum, og mun líklega aldrei takast, þar sem hann er algjör amatúr, bláfátækur og stórskrýtinn. Myndin sýnir nokkur ár úr lífi hans þar sem hann er að reyna að klára myndina Coven. Þökk sé ótrúlegri þrjósku tekst það að lokum. Coven er samt bara um 40 mín. og ég efast um að hún sé meistarverk (fær 4,2 á imdb).
Aðal skemmtunin við myndina eru persónurnar og þær halda henni á floti. Mark ásamt steikta vini sínum og Uncle Bill eru með furðulegri mönnum sem ég hef séð.
Ég var farinn að dotta yfir þessari mynd, enda oft langir kaflar þar sem lítið merkilegt var að gerast. Ég vaknaði svo við atriðið þar sem gamli skröggurinn, Uncle Bill, er að reyna að rausa örfáum setningum út úr sér við tökur myndarinnar Coven (http://www.youtube.com/watch?v=-v1UddiYpfQ).

Myndin fær 2,5 stjörnur af 5 mögulegum.

Engin ummæli: