miðvikudagur, 19. september 2007

Veðramót


Ég mætti 10-15 mín. of seint á myndina því Purkhús var svo lengi að pumpa í ræktinni. Ef það er eitt sem ég hata þá er það að missa af byrjun á myndum. Oft gerist eitthvað merkilegt í byrjun og það tekur langan tíma að fatta hvað er í gangi. Ég komst þó fljótt inní söguþráð Veðramóta.

Myndin er þrusuvel gerð og skartar góðum leikurum. Hilmir Snær sýnir fantaleik og sannar sig sem einn besti leikari þjóðarinnar. Persónan Dísa er mjög vel leikin og er eitt mesta ómenni sem ég hef séð og með betri skúrkum íslenskrar kvikmyndasögu. Hún var allan tímann með eitthvað djöfullegt plott og maður var hræddur við hana. Sammi er einnig mj0g vel leikinn. Söguþráður myndarinnar er einnig frábær og umhverfið var mjög flott. Ég hélt að þessi mynd yrði um barnamisnotkun í tengslum við Breiðavíkurmálið en síðan kom í ljós að Veðramót var nokkuð huggulegur staður. Það er fortíð krakkanna sem er hryllingur.

Ég fann ekki fyrir því að ég væri að horfa á íslenska mynd, öfugt við Astrópíu þar sem kjánahrollurinn var allsráðandi. Skrýtið að þessi mynd fái miklu minni aðsókn en Astrópía.

Myndin fær 3,5 stjörnur af 5 mögulegum.

Engin ummæli: