Þótt myndin væri á topp tíu kennarans hafði ég mínar efasemdir. Ég bjóst við leiðinlegri svart-hvítri, þögulli og langdreginni mynd. Þótt hún reyndist svo vera svart-hvít og þögul var hún síður en svo leiðinleg. Hún var frábær! Veiklulegi trúðurinn sem titlaði sig sem lestarstjóra í byrjun myndarinnar sýndi fantaleik. Hann náði að gera aulahúmor fyndinn. Allir halda með lestarstjóranum og þrátt fyrir að hann sé algjör klaufi og nánast heyrnarlaus er hann hetja í enda myndarinnar. Þótt myndin sé frá 1927 eldist hún frábærlega og enn í dag er þetta meistaraverk. Það er "action" alla myndina og aldrei dauður punktur. Ógleymanlegur svipurinn á einum af liðsforingjum Norðurhersins eftir að hafa sent birgðalestina ofan í ána.
Myndin fær 4 stjörnur af 5 mögulegum.
miðvikudagur, 3. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli