Sá myndina í bíó um helgina og fannst hún drullugóð. Þetta er einhvers konar mafíósa mynd sem gerist í Bandaríkjunum á tíma Víetnam stríðsins. Sniðugur blökkumaður verður stórlax í fíkniefnaheiminum í New York á stuttum tíma og það eru ekki allir sáttir með það. Sikileyingar hafa aldrei heyrt aðra eins þvælu, að einhver negri sé að skjóta þeim ref fyrir rass.
Skelli 4/5 stjörnum á hana.
Þetta byggir allt á sönnum atburðum, en maður veit sosem aldrei hversu mikið af myndum sem eru byggðar á sönnum atburðum er satt. Stórleikararnir Denzel Washington og Russel Crowe leika í myndinni og Denzel er ótrúlega trúverðugur sem heróínkóngur og Guðfaðir Harlem. Russel leikur síðan heiðvirða löggu sem vill "busta" Denzel. Veit ekki hvort þessi fullkomna lögga sé sönn. Allt útlit myndarinnar er mjög flott og söguþráðurinn snilld, það eina sem hægt er að setja út á hana er lengdin, hún gerist mjög hægt. Samt var ég aldrei nálægt því að sofna eins og gerist við aðra hverja mynd sem ég horfi á. Mæli með að menn sjái þessa mynd.
Skelli 4/5 stjörnum á hana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli