miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Das Cabinet des Dr. Caligari
Furðufuglinn dr. Caligari sýnir "spámanninn" sinn, Cesare, sem á að geta spáð í framtíðina. Sýningum þeirra fylgja morð og þorpsbúa fer að gruna ýmislegt. Endirinn er síðan eitthvað svaka twist sem ég fattaði ekki. Kannski á það að vera þannig.
Þetta er furðuleg hryllingsmynd. Skil nú ekki bloggara á imdb sem segja myndina meistarastykki sem hafi breytt lífi þeirra. Þetta er ágæt mynd en mér finnst hún ekkert hafa elst svo vel, þetta er frekar dauf mynd nú í dag. Árið 1920 hefur hún eflaust verið mjög ógurleg og framandi. Hún má samt eiga það að vera furðuleg, umhverfið allt bjagað og persónurnar stórskrýtnar.
Myndin fær 2,5/5 stjörnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli