Tveir gaurar klæða sig upp sem konur á flótta undan einhverjum mafíósum. Síðan lenda þeir í pínlegum uppákomum og bölvuðu basli (t.d. að karlmaður verður skotinn í öðrum þeirra). Hljómar ekkert spennandi en er það samt, kannski aðallega út af því að myndin er frá 1959. Það er heill hellingur af "nýlegum" myndum sem ganga út á eitthvað svipað og flestar eru þær ömurlegar (t.d. She´s the Man, Juwanna Mann, Big Momma´s House o.fl.). Þetta er ein af fyrstu myndunum sem fjalla um klæðskiptinga og eitthvað því um líkt og er þess vegna ein af perlum kvikmyndanna. Á sínum tíma hefur hún líklega slegið í geng. Myndin hefur elst nokkuð vel en samt finnst mér þetta ekkert sjúklega góð mynd, samt betri en flestir eftirmenn sínir. Mér finnst Jack Lemmon snillingur, einn besti gamanleikari sinnar tíðar.
Myndin fær 3/5 stjörnur.
Myndin fær 3/5 stjörnur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli