sunnudagur, 25. nóvember 2007

Det sjunde inseglet


Eftir fyrirlesturinn um Bergman langaði mig einmitt að sjá Sjöunda innsiglið. Crád-plíserinn Siggi Palli sýndi hana í fyrstu óvissusýningunni og sá til þess að ósk mín rættist. Myndin stóðst allar mínar væntingar. Þetta er súrrealísk gamanmynd um lífið, dauðan og trúna. Riddari tekst á við Dauðann um líf sitt í skák. Dauðinn er persónugerður sem snilldar gaur í svörtum kufli með fínan húmor. Riddarinn Antonius Block, aðalpersónan, er líka skemmtilegur karakter sem leitar að tilgangi lífsins. Skákin er spiluð í köflum og á milli þess að spila skákina ferðast Block og hittir ýmsa förunauta. Hann lærir ýmislegt á þessu ferðalagi og nær að lokum takmarki sínu.
(Sá á Rotten-tomatoes að bæði Block og Dauðinn nota hrókeringu í skákinni þótt hún hafi ekki komið í skák fyrr en á 16.öld. Bergman hefur greinilega ekki kynnt sér leikinn til fullnustu).
-
Myndin fær 3,5/5 stjörnum.

Engin ummæli: