Nokkuð lúmsk mynd. Ég var fullur eftirvæntingar fyrir hana, enda heyrt góða hluti. Ég hafði kannski of miklar væntingar fyrir myndina, því eftir á fannst mér hún ekkert meistarstykki, bara ágæt. Aðaleinkenni myndarinar er myndatakan, sem er mjög sérstök því myndavélin er (næstum) alltaf kyrr. Öll atriðin eru bara einn rammi sem hreyfist ekkert.
Myndin byrjaði mjög fersk með þunglyndri syngjandi kellingu og í kjölfarið fylgdu snilldaratriði um t.d. hlægilegan hljóðfæraleikara og brotið postulín. Atriði þar sem dómarar í réttarsal þamba bjór, láta eins og á uppboði og senda svo mann í rafmagnsstólinn fyrir að brjóta nokkra diska (og yfir 200 ára gamla skál) er snilld. Eftir þetta dalaði myndin svolítið og það eina sem skemmti mér var miðaldra kona sem gat ekki hætt að hlæja. Sama þótt ekkert merkilegt væri í gangi hló hún og hló. Mér var þó farið að leiðast í endinn, og meira að segja konan hætti að hlæja þegar leið á. Í myndinni er fullt af lúmskum brandörum og mörg atriðin mjög kómísk. Samt sem áður voru mörg þessara atriða í leiðinni frekar dauf og langdregin. Söguþráðurinn var í raun enginn, bara atriði sem tengdust af og til.
Myndin fær 3 stjörnur af 5 mögulegum.
fimmtudagur, 4. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli