mánudagur, 15. október 2007

Sen to Chihiro no kamikakushi (Spirited Away)

Ég fór að grennslast fyrir um þessa mynd þegar ég kom heim af Nótt á vetrarbrautinni sem var sýnd á RIFF. Fann Spirited Away á http://www.imdb.com/ og komst að því að hún er í 57. sæti á topplistanum þar. Andstætt leiðinlegu geimköttunum í Nótt á vetrarbrautinni er þessi mynd með þeim betri sem ég hef séð. Þetta er japönsk anime mynd, rétt eins og N.á v. en algjör andstæða við hana. Hún er miklu flottari, skýrari og einfaldlega betri.
Söguþráðurinn er á þá leið að stelpa lendir á svæði sem er einhverskonar hvíldarstaður guða. Guðir af öllum stærðum og gerðum koma þangað til að skemmta sér. Foreldrar stelpunnar breytast í svín þegar þau falla í einhverja gildru og hún lendir í ótal hremmingum við að reyna að breyta þeim aftur og fara frá þessum stað. Ég er kannski ekki að lýsa þessu nógu vel, hljómar kannski fáránlega en þetta er samt geðveik mynd. Mjög dularfull, minnir á Lísu í Undralandi.
Það er soldið síðan ég sá þessa mynd svo ég man hana ekkert í smáatriðum. Verð að horfa á hana aftur við tækifæri.


Gef henni 4/5 stjörnur.

Engin ummæli: