mánudagur, 3. desember 2007

Rashomon


Ég komst ekki á síðustu óvissusýningu og var því feginn að Siggi Palli sýndi Rashomon, því ég var búinn að sjá hana. Ég var sá eini af Kurosawa-hópnum sem horfði á hana fyrir fyrirlesturinn, enda mesti metnaðurinn í mér... Í rauninni var það eina sem fékk mig til að horfa á hana það að hún er frekar stutt, og ég var orðinn ansi þreyttur á þessum langdregnu Kurosawa myndum. Svo kom í ljós að mörg atriðin eru alveg jafn langdregin (gott dæmi þegar skógarhöggsmaðurinn arkar í gegnum skóginn fáránlega lengi), myndin er bara styttri. Söguþráðurinn er byltingarkennd snilld, en myndin sjálf er engin snilld.

Myndin fær 2,5 stjörnur af 5 mögulegum.

Engin ummæli: