Var þetta pabbi bleika kattarins á brúnni? Hvaða gulu þríhyrningar voru þetta? Afhverju svaraði moldvarpan í prentsmiðjunni ekki símanum?
Þessar spurningar og ótal fleiri skyldi myndin Nótt á vetrarbrautinni eftir sig. Þetta var japönsk anime teiknimynd. Ég hafði þónokkrar væntingar fyrir þessa mynd eftir að hafa séð frábæra mynd í sama flokki síðasta aðfangadag sem hét Spirited Away. Mæli með þeirri mynd. Get ekki sagt það sama um þessa. Við fórum þrír saman á hana en dottuðum allir yfir henni. Það var aðeins eitt sem stóðst væntingar og það var hversu súr myndin var. Allt annað, eins og söguþráðurinn og teikningin var hörmung. Myndinni er lýst svo á http://www.riff.is/: Myndin segir frá tveimur köttum sem fara í ævintýralegt ferðalag út í geiminn á járnbraut sem ferðast á milli stjarnanna. Þetta er falleg og tímalaus saga um lífið, dauðann, vináttu og missi. Puff... hljómar nokkuð spennandi en var það ekki. Fullt af glórulausum atriðum í þessari mynd og ekki tók ég eftir fallegri og átakamikilli sögu.
Á undan myndinni var sýnd japönsk stuttmynd sem var betri en aðalmyndin. Hún var teiknuð drungalega og músíkin í samræmi við það, sem skapaði spennuþrungið andrúmsloft. Hún fjallaði um tvo veiðimenn sem þvælast inn á stórfurðulegan veitingastað í skóginum.
Nótt á vetrarbrautinni fær 1,5 stjörnu af 5 mögulegum.
Þessar spurningar og ótal fleiri skyldi myndin Nótt á vetrarbrautinni eftir sig. Þetta var japönsk anime teiknimynd. Ég hafði þónokkrar væntingar fyrir þessa mynd eftir að hafa séð frábæra mynd í sama flokki síðasta aðfangadag sem hét Spirited Away. Mæli með þeirri mynd. Get ekki sagt það sama um þessa. Við fórum þrír saman á hana en dottuðum allir yfir henni. Það var aðeins eitt sem stóðst væntingar og það var hversu súr myndin var. Allt annað, eins og söguþráðurinn og teikningin var hörmung. Myndinni er lýst svo á http://www.riff.is/: Myndin segir frá tveimur köttum sem fara í ævintýralegt ferðalag út í geiminn á járnbraut sem ferðast á milli stjarnanna. Þetta er falleg og tímalaus saga um lífið, dauðann, vináttu og missi. Puff... hljómar nokkuð spennandi en var það ekki. Fullt af glórulausum atriðum í þessari mynd og ekki tók ég eftir fallegri og átakamikilli sögu.
Á undan myndinni var sýnd japönsk stuttmynd sem var betri en aðalmyndin. Hún var teiknuð drungalega og músíkin í samræmi við það, sem skapaði spennuþrungið andrúmsloft. Hún fjallaði um tvo veiðimenn sem þvælast inn á stórfurðulegan veitingastað í skóginum.
Nótt á vetrarbrautinni fær 1,5 stjörnu af 5 mögulegum.
3 ummæli:
Æi búbú var ðrobbi litli hðæddur á ónota-myndinni, æi mússímússí múss
Vegna kvartana hef ég breytt endinum á færslunni. Kommentið þitt hefur því ekkert gildi lengur, haha...
Leitt að heyra. Ég sá hina anime myndina á hátíðinni, Papriku, og hún var frábær. Ég veit ekki hvort hún sé sýnd aftur...
Skrifa ummæli