Myndinni er leikstýrt af goðsögninni Alfred Hitchcock og ég verð að segja að hann er með betri leikstjórum síns tíma. Hann kann sko sannarlega að skapa spennu. Fáar myndir jafnast á við meistaraverkið Psycho og þegar ég var lítill var ég skíthræddur við fuglana í Birds. Samt finnst mér endirinn í Birds frekar asnalegur. Sömu sögu má segja um Notorious. Það vantar eitthvað ''twist'' eða drama í endinn, líkt og í Psycho. Þótt allt endi vel og nasistinn Alex fái makleg málagjöld er endirinn ekkert spes. Mér finnst góður endir í myndum lykilatriði. Það sem gerir Psycho að meistaraverki er endirinn. Í þokkabót vorkenndi ég aumingja Alex í endinn, hann var aldrei sýndur sem nógu mikið illmenni (fyrir utan að vera nastisti, sem er reyndar hryllilegt). Hitchcock hefði átt að láta hann fremja eitthvað voðaverk í myndinni til að sýna illsku hans.
Fyrir utan þetta er þetta samt nokkuð góð mynd. Cary Grant og Ingrid Bergman leika aðalpersónurnar vel og sambandið milli persóna þeirra gengum myndina er mjög sérstakt. Þau vita aldrei hvernig þau eiga að haga sér og eru alltaf að prófa hvort annað. Hitchcock tekst að skapa mikla spennu í gegnum myndina. Gef henni 3 og hálfa stjörnu af 5 mögulegum.
3 ummæli:
Alex reynir að eitra fyrir konunni sem hann elskar. Er það ekki nógu slæmt?
æi æi búbú....ðrobbi litli hðræddur við bíbí
Alicia lék sér að tilfinningum hans og sveik hann, Alex varð að hefna sín. Móðir Alexs virkar eins og mesta illmennið, samt lítur allt út fyrir að Alex fái að finna til tevatnsins í endinn.
ps. Bjarki hættu að væla!
Skrifa ummæli