
Fagið var mjög tilraunakennt og öll skipulagning ný af nálinni. Við prófuðum okkur áfram allt árið og skipulögðum það bara jafn óðum, þótt það hafi verið ákveðið handrit í upphafi var mikið vikið út af því ef maður líkir þessu við kvikmyndagerð. Það var góður mórall í námskeiðinu og það var alltaf frekar opin umræða í gangi, sem var mjög gaman.
Það sem stendur uppúr er pottþétt stuttmyndagerðin sem er langmestspennandi þátturinn við kvikmyndagerð og ég held að flestir sem velja fagið vilji hafa verklega þáttinn sem stærstan. Það hefði verið gaman að hafa þannig verkefni í gangi allt árið til að nýta myndavélina og tölvuna sem best. Klippitölvan er alveg ótrúleg græja og með nægum tíma er hægt að gera endalaust af skemmtilegu dóti í henni. Þar sem við fengum tölvuna ekki fyrr um mitt skólaárið var það ekki hægt í ár. Mér fannst stuttmyndagerðin nýtast manni best, maður lærði langmest í kvikmyndagerð á henni en handritagerð er líka mikilvægur þáttur. Aðalreglan sem maður lærði var að vera skipulagður í þessum bransa. Það er líka mjög gaman að fá leikstjóra í heimsókn.

Bloggkerfið þarf líka að hugsa vel. Það þyrfti að hvetja menn meira til að blogga, og setja jafnvel bloggkvóta í hverri viku og dæma færslur þá. Menn þyrftu að pósta kannski 1-2 færslum á viku. Þegar í ljós kom að menn voru ekki að ráða við 30 blogga kvótann hefði átt að lækka aðeins kröfurnar en þá kom allt í einu nýtt kerfi sem setti miklu meiri kröfur á menn en áður. Þetta kerfi er í raun mjög sniðugt (þótt það sé mikil aukavinna fyrir Sigga Palla) og það

Nú er ég kominn með ógeð af því að blogga og mun líklega aldrei gera það aftur á ævinni, eftir þessar 15 færslur á örfáum dögum. Ég nenni ekki að hafa þessa færslu lengri og vill bara hrósa Sigga Palla fyrir frábært fag og þar með hef ég pikkað inn minn síðasta staf. Jess...
PS. Youtube videóin ættu að virka, þau eru öll inni enn og virka alla vega hjá mér...