SPOILER-blogg
Brúðguminn kom út í ár og hlaut mjög góðar viðtökur. Myndin fær 8,3 á imdb, sem er mjög gott en það er reyndar lítið að marka það þar sem atkvæðin eru aðeins 47 og pottþétt allt Íslendingar sem ofmeta myndina. Baltasar Kormákur

Myndin fjallar um giftingu miðaldra karlmanns og ungrar sveitastelpu sem ákveða að halda brúðkaupið í Flatey. Þessu fylgir heljarinnar vesen, rugl og dramatík. Inn í myndina koma síðan flassbökk af fyrrum hjónabandi Jóns.
Það er eiginlega allt frábært við þessa mynd. Persónurnar eru stórskemmtilegar. Ólafía Hrönn er frábær sem mamma stelpunnar og sömuleiðis Jóhann Sigurðarson sem pabbinn. Hilmir Snær sannar síðan snilli sína sem einn fremsti leikari landsins. Húmorinn er alveg magnaður og fær mann til að líða vel, allir í salnum voru ánægðir með myndina. Það eru svo mörg grátbrosleg atriði og mér finnst Ólafur Darri eiga senur myndarinnar þegar hann er í skóveseninu sínu, mætir síðan seint í brúðkaupið í íþróttaskóm og spilar djassaðan brúðkaupsvals alltof hratt. Frábært atriði!Umhverfið er líka ótrúlega flott og það er varla sá maður til sem ekki heillast af sumarnóttinni í Flatey held ég. Voila!

Það er ekkert point í því að skella trailernum með því allir hafa séð þessa mynd. Allt í allt er þetta með betri íslenskum myndum sem ég hef séð. Það toppar samt ekkert húmorinn í Nóa Albínóa!
1 ummæli:
Fín færsla. 6 stig.
Leikritið var ansi gott, margt líkt og margt ólíkt. Mér fannst t.d. Ólafur Darri og Ólafía Hrönn bæði miklu betri í leikritinu. En svo voru nokkrir sem voru talsvert betri í myndinni.
Skrifa ummæli