miðvikudagur, 16. apríl 2008
Spirited Away
Spirited Away er líklega þekktasta anime mynd sem hefur verið gerð. Hún kom út árið 2001 og er í 58. sæti á topplista imdb með 8,5 í einkunn, sem er alveg magnaður árangur í ljósi þess að þetta er anime mynd. Myndin er gerð af Hayao Miyazaki en hann er þekktasi (og besti) anime leikstjóri í heimi. Spirited Away er vinsælasta mynd sem nokkurn tíman hefur verið sýnd í Japan og vann t.d. Óskarinn árið 2003 sem besta teiknimyndin og var fyrst anime mynda til að gera það.
Söguþráðurinn er á þá leið að stelpan Chihiro lendir á svæði sem er einhverskonar hvíldarstaður guða og anda sem koma þangað til að skemmta sér og slappa af. Foreldrar stelpunnar látta gabba sig og breytast í svín og Chihiro lendir í ótal hremmingum við að reyna að breyta þeim aftur og fara frá þessum stað. Það er soldið erfitt að lýsa þessu, þetta hljómar kannski kjánalega en þetta er samt geðveik mynd.
Chihiro kynnist ýmsum furðuverum sem eru flestar yfirnáttúrulegar og stórskrýtnar. Margar verurnar eru japanskar goðsagnaverur en sumar greinilega bara einhver fantasía. Flottasti karakterinn er án efa No Face sem er svört vera með hvíta grímu sem hegðar sér mjög furðulega og nærist einhvernveginn á tilfinningum annarra.
Það er allt mjög dularfullt einhvernveginn í myndinni og í rauninni áttar maður sig ekki alveg á öllu sem er að gerast, rétt eins og litla stelpan í myndinni. Það er ýmislegt sem er minnst á sem er ekkert útskýrt nógu vel og alla persónur fyrir utan stelpuna vita miklu meira en maður sjálfur. Maður fær það á tilfinninguna að þetta sé ekkert útpælt heldur bara troðið öllum hugdettum og fantasíum inn í þessa einu mynd. Það er samt ýmis boðskapur og tákn í myndinni og í raun er þetta þroskasaga Chihiro, en hún kemur mjög breytt útúr þessari lífsreynslu.
Myndin er mjög vel teiknuð og umhverfið er mjög litríkt og flott. Tónlistin passar mjög vel við myndina og er gerð af Joe Hisaishi, en hann hefur einmitt gert tónlistina við allflestar myndirnar hjá Hayao Miyazaki. Hér er upphafslagið í myndinni sem mér finnst alveg magnað.
Ef þið hafið ekki séð hana þá mæli ég eindregið með henni og þótt sumir séu skeptískir á anime myndir er þetta frábær mynd til að koma mönnum inn í þennan ótrúlega flokk mynda.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég myndi vilja sjá meiri breytingar frá texta fyrirlestursins. Bloggið á að vera miklu persónulegri miðill, og þessi ópersonulega nálgun fyrirlestursins finnst mér stinga í stúf.
4 stig.
Skrifa ummæli