sunnudagur, 13. apríl 2008

Let´s Go to Prison

Þessi furðulega mynd fjallar um smákrimma sem er settur í fangelsi og verður svo fúll út í dómarann sem dæmdi hann að hann ákveður að hefna sín á honum. Þegar hann sleppur út er dómarinn dauður, svo hann hefnir sín í staðinn á syni hans, sem er algjört dekurbarn, og nær að koma honum í fangelsi. Síðan til að fullkomna hefndina kemur hann sjálfur sér í fangelsi til að fylgjast með syninum þjást

Myndin skartar ömurlegum aula-húmor og flestir brandarar snúast um hommaklám í fangelsinu. Einn aðalgaurinn í fangelsinu (leikinn af Chi McBride, skólastjóranum í Boston Public) er feitur, svartur fangelsishommi sem verður ástfangin af dómarasyninum. Í endinn á myndinni (skiptir engu þótt þetta sé spoiler – þið missið ekki af miklu) sleppur hommaparið út ásamt smákrimmanum, sem er þá orðinn vinur þeirra eftir að hafa kynnst dómarasyninum betur. Síðan stofna þeir allir fyrirtæki saman. Hvaða leikstjórar ákveða að gera svona myndir vitandi að þær verði lélegar? Eru þeir með svona lélegan húmor og grenja úr hlátri á tökustað ? Kannski er ákveðinn markhópur sem elskar svona myndir en ekki margir held ég. Það er varla hægt að hugsa sér verri söguþráð. Það var hægt að hlæja örsjaldan en 99% allra brandara hittu ekki marks. Þetta var kjánaleg mynd en samt ekki nógu kjánaleg til að hún væri fyndin. Hér að neðan sjáum við McBride fara á kostum.