sunnudagur, 13. apríl 2008
Stuttmyndargerð (Look Around You)
Við gerðum lauslegt á handrit á hugmynd sem einn okkar fékk (ég) og ákváðum að það væri nóg. Myndin átti að gerast í sumarbústað svo við höfðum eina helgi til að gera myndina, því það tekur dágóðan tíma að keyra í bústaðinn. Flestir í hópnum voru frekar uppteknir þessa helgi svo það þurfti að hagræða leikurunum og ýmsu og við tökur höfðum við ekki alltaf alla sem áttu að vera í myndinni á tökustað. Upprunalega átti þetta að vera mynd um 4 gaura sem fara í bústað og skemmta sér um kvöldið. Síðan vakna 3 þeirra daginn eftir og fatta að einn þeirra er dauður. Þeir rannsaka svæðið og komast að því að enginn er nálægt svo einn þeirra hlýtur að hafa drepið hann. Síðan fara þeira að rífast og drepa einhvernveginn hver annan. Síðan kemur flash-back og sýnir að þetta var bara slys þegar fyrsti gaurinn dó. Síðan var öllu breytt með tímanum og ýmsu bætt við og tekið burt. Ákveðið var að gaurinn dó ekki, heldur rotaðist og vinirnir föttuðu ekki að hann var á lífi (sem er frekar kjánlegt). Síðan átti hann að vakna og ekkert fatta.
Við gerð stuttmyndarinnar kom í ljós, eins og við gerð fyrri stuttmyndarinnar, að maður verður að skipuleggja sig vel. Það tók alltaf hellingstíma að breyta söguþræðinum og hugsa atriðin. Síðan vissum við ekkert hvernig við ættum að drepa tvo síðustu gauranna. Eftir að hafa verið stopp lengi (og hætt við samúræja-sjálfsmorð hjá Purkhús) þá varð frekar fáránlegur endir til, þar sem hálfdauður ég gríp í löppina á Purkhús sem verður til þess að hann dettur og deyr þegar hann rekur hausinn í. Síðan dey ég á "dramatískan" hátt. Annað stórt vesen við myndina var hvernig rotaði gaurinn ætti að rotast. Það tók heillangan tíma að hugsa það og síðan máttum við ekki hafa "blóðið" lengi á gólfinu svo það var erfitt að taka mynd af honum þegar við vorum búnir að láta pott detta á hausinn á honum.
Eftir á fannst mér stuttmyndin takast ágætlega þótt hún hafi ýmsa galla. Góð afþreying...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Fín færsla og margt ágætt í stuttmyndinni. 5 stig.
Skrifa ummæli