sunnudagur, 13. apríl 2008

THX 1138


Fyrsta alvöru myndin sem meistarinn George Lucas gerði. Reyndar hef ég komist að því að Lucas hefur ekkert leikstýrt mörgum myndum, eiginlega bara Star Wars auk American Graffiti, sem á að vera nokkuð góð (http://www.imdb.com/title/tt0069704/). Síðan sá ég að Lucas leikstýrði ekki öllum Star Wars myndunum heldur sáu aðrir gaurar um parta 5 og 6. Ætli þetta sé ekki eitthvað sem allir kvikmyndanjerðir vita.

THX 1138 er frá 1971 og hlaut mikla athygli þegar hún kom fyrst út. Þetta er furðuleg framtíðarmynd þar sem þjóðfélagið er mjög breytt. Tilfinningum fólks er haldið niðri með lyfjum og löggæsluvélmenni sjá um að allir taki lyfin og geri allt rétt. Allir vinna neðanjarðar í einhverskonar kjarnorkuveri. Allar framtíðarmyndir ganga út á það að eitthvað er mjög breytt í þjóðfélaginu og allt í rugli. Kannski er það einmitt ástæðan fyrir því að myndirnar gerast í framtíðinni, annars gætu þær alveg eins verið í samtímanum.

Persónan LUH 3417 hættir einn daginn að taka lyfin sín og endurheimtir þá t.d. þá tilfinningu að geta elskað og verður hrifinn af sambýlismanni sínum, THX 1138 (leikinn af Robert Duvall sem var ekki orðinn mjög þekktur á þessum tímum), og lætur hann hætta að taka lyfin sín. Þau verða ástfangin og ákveða að flýja verksmiðjuna og reyna að komast upp á yfirborðið.

Þetta er frekar listræn mynd, það er meiri áhersla sett á umhverfið og söguþráðurinn settur í annað sætið. Umhverfið er að mestu hvítt og frekar dapurt, enda eru engar tilfinningar leyfðar og þar með engin listsköpun. Fangelsið sem parið fer í þegar það brýtur lögin með því að hætta að taka lyfin er algjörlega hvítt og maður skynjar ekki stærð þess (gerist tiltölulega snemma, enginn spoiler). Síðan ráfa fangarnir um og vita ekkert hvert þeir eru að fara. Á þessum tímum hafði Lucas næstum engan bödget og þess vegna er þetta persónulegri mynd og meira arty en Star Wars. Eins og margar framtíðarmyndir er þetta pólitísk mynd með augljósa ádeilu á stjórnvöld. Tæknibrellurnar eru mjög flottar miðað við 1971 og mér finnst Lucas hafa notað ýmislegt úr THX 1138 í Star Wars, enda allt framtíðarmyndir eftir hann. Farartækin í myndinni minna soldið á flaugarnar í Star Wars og löggurnar haga sér soldið svipað og stormtroopers. Myndin minnir soldið á 2001: A Space Oddysey eftir Stanley Kubrick en er samt ekki nærri því jafn góð og hún.
Samt sem áður er þetta mjög flott mynd sem ég mæli með að fólk sjái.

Ég set trailerinn hérna fyrir neðan.

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Fín færsla um mjög flotta mynd. Það er samt ekkert rosa action í henni, a.m.k. minnir mig að ég hafi sofnað yfir henni...
6 stig.