mánudagur, 14. apríl 2008

Hold Up Down

Frekar rugluð mynd, eins og við má við búast af Japönum. Fyrri parturinn er gargandi snilld og myndin var á leiðinni að verða ein besta mynd sem ég hafði séð í kvikmyndagerð. En seinni parturinn var svo langdreginn og með því leiðinlegasta sem ég hef séð að hann gerði myndina að litlu sem engu. Mér finnst grátlegt hvernig þeir gátu haft endinn svona lélegan. Söguþráðurinn fer út í einhverja algera þvælu og ég held að enginn hafi vitað almennilega hvað var í gangi. Það er ákveðin kaflaskipting í myndinni þar sem hún hverfur frá því að vera snilld í sorp.

Myndin fjallar (í upphafi að minnsta kosti) um tvo gaura sem ræna banka í jólasveinabúningum. Þeir eru eltir af tveim löggum og síðan blandast skrýtinn hippi í eltingarleikinn. Hippinn frýs í kælingartrukki og bílstjórinn heldur að frosni hippinn sé Jesús Kristur, sjálfur frelsarinn. Síðan hitta þessir menn enn fleiri skrýtna karaktera. Allar persónur mætast síðan af og til eða tengjast einhvernveginn, sem er frekar mikil snilld. Síðan bætast einhverjir zombie-ar og draugar við í endinn og allt fer í rugl.

Húmorinn í myndinni er frekar mikil snilld, en eins og áður sagði dettur hann í einhverja vitleysu í endinn. Þá eru einhver kung-fu atriði sem passa ekki alveg í myndina. Hvað voru höfundarnir að hugsa? Ég hef nú ekkert verið mikið í japönskum grínmyndum, veit ekki hvort ég hef séð asíska grínmynd áður, en ég er að fíla húmorinn. Húmorinn er einhvernveginn allt öðruvísi en á Vesturlöndum, ég veit samt ekki alveg hvernig ég á að lýsa honum. Fyndnasta atriði myndarinnar er án efa þegar ræningjarnir eru í skýrslutöku og annar þeirra fer að tala um fjarstýrðar módellestir við skýrslustelpuna sem hefur líka geðveikan áhuga á fjarstýrðum módellestum og síðan endar það í flótta þeirra saman.

Aðalleikararnir eru víst allir meðlimir í einhverju japönsku boyband-i sem kallast V6 sem er frekar kjánalegt. Þeir eru held ég allir á plakatinu hérna fyrir ofan. Áhugasamir geta kíkt á myndband hérna af þeim að flytja smellinn sinn Music for the People. Ég man ekkert öll andlitin í myndinni (þeir eru allir eins) svo ég veit ekkert hver lék hvern. Grípandi lag, sérstaklega viðlagið, samt óskiljanlegt afhverju 3 þeirra eru í míni-pilsum?

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Fín færsla. 6 stig.