Framtíðar "science fiction thriller" sem gerist í fasísku Bretlandi þar sem börn eru hætt að fæðast.
Það merkilega við þessa mynd er kvikmyndatakan. Þetta er fáránlega flott mynd, ég hef sjaldan séð svona vel gerðar myndir. Það er krefjandi verkefni að gera framtíðarmynd og það er auðvelt að klúðra því. Það eru öll skot útpæld í þessari mynd. Umhverfið er snilld og allt tengt myndatökunni bara frábært. Aðalatriðið við kvikmyndatökuna er samt lengd sumra skota. Mörg atriðin í myndinni er mjög löng miðað við spennumyndir nútímans og maður tekur eftir fáránlega löngum tökum, margar mínútur, þar sem hellingur gerist og fullt af fólki að leika, umhverfið að springa, ég skil ekki hvernig það var hægt að taka þær. Ef eitt smáatriði mistókst þá þurfti að gera allt aftur, breyta umhverfinu í upprunalegt horf og fara aftur á upphafsstað. Það er líka mjög flott þegar blóð spýtist á myndavélina í einu lengsta atriði myndarinnar. Myndavélin eltir Clive Owen (aðalhlutverkið) um stríðshrjáða borg og inn í byggingu þar sem bardagar eru í gangi. Allt í einni töku.
Hérna er myndband um löngu tökurnar í myndinni ef menn vilja kynna sér þetta nánar.
Fyrir utan byltingu í kvikmyndatöku er myndin ekkert svo góð. Hugmyndin að myndinni, þ.e. mannkynið verður ófrjótt og er að deyja hægt og bítandi út er snilld en mér finnst söguþráðurinn einhvernveginn ekki gera neitt meira en að kynna þessa hugmynd, þeir hefðu mátt gera eitthvað meira spennandi í kringum hana. Það er ekkert útskýrt hvernig allir urðu ófrjóir, enda veit fólk í myndinni ekkert um orsökina. Samt er soldið skrýtið hvernig allir urðu allt í einu ófrjóir á eiginlega sama tíma. Það bendir til þess að þetta eigi að vera eitthvað yfirnáttúrulegt, tengt Guði. Þegar stelpan í myndinni verður ólétt (myndin fjallar sem sagt um það, eins og flestir ættu að vita) er það talið kraftaverk. Það hefði verið sennilegra ef einhverskonar vírus hefði dreifst á nokkrum árum um heimsbyggðina og gert alla ófrjóa, en þetta á greinilega að vera guðdómlegt. Það er líka flott að þegar börn hætta að fæðast og mannkynið missir alla von breytast trúarbrögð, fólk hættir að trúa á Guð, og sértrúarsöfnuðir hrannast upp.
Persónurnar er nokkuð góðar, aðallega gamli hippinn Jasper sem er vinur Theo (Clive Owen). Ólétta stelpan er líka flott en annars finnst mér margir förunautarnir frekar leiðinlegir. Theo er típísk hetja. Gamall uppreisnarsinni sem er sestur í helgan stein en ákveður að hjálpa óléttri stúlku að sleppa frá yfirvöldum og verður allt í einu hetja.
Góð mynd, sem hefur sína kosti og galla.
SPOILER
Ég set í endinn videó af því þegar barnið fæðist með smá tækniútskýringum. Mjög flott atriði.
2 ummæli:
Æ, myndbrotin eru dottin út. Það er auðvitað ekki þér að kenna, en ég hefði viljað sjá fyrra brotið.
6 stig.
Greinilega bara eitthvað að niðrí í skóla. Hér heima virka myndbrotin vel. Og fyrra myndbrotið er gott.
7 stig.
Skrifa ummæli