laugardagur, 8. desember 2007

Gamlar myndir


Ég læt 26 færslur nægja. Ef ég myndi bæta inn fjórum færslum núna yrðu þær líklega frekar stuttar og lélegar, svo ég læt það eiga sig. Þessi færsla verður samt líklega frekar stutt og leiðinleg en ég læt hana samt flakka.
Það hefur verið soldið erfitt að halda þessu bloggi við og skrifa reglulega, en þetta verður vonandi taktfastara eftir jól.
Þessar gömlu klassísku myndir sem við höfum verið að horfa í vetur hafa verið mjög misjafnar. Sumar hafa ekki elst vel að mínu mati og eru grútleiðinlegar í dag en aðrar voru argasta snilld. . Myndir í gamla daga voru greinilega miklu langdregnari en tíðkast nú. Ég hef sérstaklega kynnst því í myndum Kurosawa þar sum atriðin eru óskiljanlega löng. Sumar myndirnar eru þó langdregnar en samt snilld, Seven Samurai er gott dæmi. Ég væri alveg til í að sjá einhverja nýlega mynd eftir jól, hafa hana allavega í lit...

Lísa í Undralandi

Nú er maður orðinn örvæntingafullur um að ná kvótanum svo ég skelli hérna inn færslu um Lísu í Undralandi. Ég sá hana fyrir nokkrum vikum með litlu frænku minni. Myndin var í frekar miklu uppáhaldi þegar ég var mjög lítill, enda tímalaus klassík hérna á ferð. Undraland er heillandi heimur (land) fullur af furðuverum og má nefna Hjartadrottninguna, dularfulla köttinn (Cheshire Cat), hvítu kanínuna, hurðarhúninn og reykjandi lirfuna sem er í miklu uppáhaldi hjá Davíði Þorsteins. Fyrir utan þessar persónur eru óteljandi aðrar sem hefta för Lísu í gegnum Undraland. Þessi ferð er í rauninni eintóm steypa og útúrsnúningur. Skelli samtali úr myndinni hér fyrir neðan sem er lýsandi fyrir ferðina (á ensku, tekið beint af IMDB):

Cheshire Cat: Oh, by the way, if you'd really like to know, he went that way.
Alice: Who did?
Cheshire Cat: The White Rabbit.
Alice: He did?
Cheshire Cat: He did what?
Alice: Went that way.
Cheshire Cat: Who did?
Alice: The White Rabbit.
Cheshire Cat: What rabbit?
Alice: But didn't you just say - I mean - Oh, dear.
Cheshire Cat: Can you stand on your head?
Alice: Oh!

fimmtudagur, 6. desember 2007

La régle de jeu (The Rules of the Game)



Jæja, þá er ég búinn að horfa á allar skyldumyndirnar og blogga um þær.
Ég hef nú oft horft á margar ágætis franskar myndir í sunnudagssjónvarpinu síðustu ár og er almennt hrifinn af frönskum myndum. "La régle de jeu" olli mér samt frekar miklum vonbrigðum. Þar sem myndin er titluð sem besta erlenda mynd allra tíma skv. einhverjum lista þá bjóst ég við þrusumynd. Myndin var síðan ekkert svo slæm, ágæt bara, en ég skil ekki hvað gerir hana eitthvað meistaraverk. Að þetta sé besta erlenda mynd sem gerð hefur verið er kjaftæði.Ég hef séð margar betri.
Þetta er frekar dramatísk mynd segir í rauninni frá ástum fransks fólks af misjöfnu sauðahúsi. Á endanum fer allt í bál og brand, málin flækjast, ótrúlegar ástarflækjur myndast, leyndarmál koma í ljós og maður er myrtur.
Frekar típískur söguþráður. Sumir segja að maður verði að horfa á myndina aftur en ég nenni því ekki.

Myndin fær 2,5/5 stjörnum, sæmileg mynd.

miðvikudagur, 5. desember 2007

Stuttmyndargerð


Betra er seint en aldrei...

Við vorum frekar rólegir fyrir myndina og það endaði auðvitað í því að við leituðum hugmynda að söguþræði á síðustu stundu. Söguþráðurinn verður að vera flottur. Nokkrar hugmyndir voru komnar og loks enduðum við á að gera mynd um innilokunarkennd. Síðan spunnum við eiginlega myndina milli sena, enda tók fáránlega langan tíma að gera þessa 5 mín. mynd. Við vorum úrvinda þegar fór að kvölda og ákváðum að enda myndina og segja þetta gott. Það hefði verið hægt að gera frábæra mynd út frá þessari hugmynd en við hvorki tíma né tæki í það. Myndin var samt fín.
Lærðum ýmislegt við þetta, aðallega að það verður að skipuleggja handrit áður myndin er tekin upp og síðan verður að heyrast hvað persónurnar eru að segja. Einhverjir titluðu mig hljóðmann en ég vísa þeim ásökunum á bug og skelli skuldinni á hina hópfélagana. Ég stóð mig vel.

þriðjudagur, 4. desember 2007

Yojimbo

Góður en langdreginn "vestri". Nauðsynlegt að þamba Magic til að komast í gegnum þessar Kurosawa myndir. Eins og oftast er myndin góð, en alltof langdregin fyrir marga nútímaáhorfendur.
Myndin segir frá einsömum samúræja á flakki sem kemur í lítinn bæ þar sem tvö gengi berjast um völdin, þorpsbúum til mikils ama. Samúræjinn leikur síðan tveimum skjöldum og styður klíkurnar til skiptis, allt eftir því hvað honum hentar, og allt er þetta partur af plani hans til að koma á friði í þorpinu. Kurosawa notar veðrið listavel og tónlistin spilar einnig stóran part í myndinni, spennustefið er snilld.

Fróðleiksmolar: Yojimbo þýðri lífvörður sem vísar til hlutverks samúræjans hjá bossunum í klíkunum. Samúræjinn kallar sig Kuwabatake Sanjuro sem þýðir Berjaakur Þrjátíuáragamall þegar bossarnir spyrja hann til nafns. Clint Eastwood notaði svipaða hugmynd þegar hann lék manninn án nafns, t.d. í endurgerð myndarinnar Yojimbo, A Fistfull of Dollars.

Myndin fær 3,5 af 5 stjörnum mögulegum.


Bloggmúrinn

Sé tekið meðaltal af fjölda færslna hjá nemendum í kvikmyndagerð kemur ljós að meðalmaðurinn er kominn með tæplega 15 blogg yfir misserið (14,87) þegar þessi færsla er skrifuð (gat ekki opnað síðuna hans Andrésar). Nú eru fjórir dagar fram að skuldadögum og menn aðeins hálfnaðir með kvótann sem var gefinn. Það er soldið vafamál hvað telst færsla og hvað telst ekki færsla. Menn skrifa mismikið og um mismargar myndir í hverri færslu. Er kannski 30 færslna múrinn of hár fyrir meðalmanninn og enginn nema fuglinn fljúgandi og Bóbó komast yfir hann? Ef til vill hefði verið viturlegt að skrifa færslur jafnt og þétt yfir misserið, þá hefðu þetta aðeins verið um 2 færslur á viku. En það gerir manni gott að fresta hlutunum fram á lokadaginn. Ætli menn bombi ekki inn 15 færslum á laugardaginn...
Telst þetta færsla?

Topp tíu (Annar hluti)


Nói albínói

Besta íslenska kvikmyndin að mínu mati. Hún gerist í einsemdinni áVestfjörðum þar sem furðulegi undraunglingurinn Nói býr. Honum líkar ekki lífið þarna og dreymir um að komast annað. Myndin er með frábærum söguþráð en mér finnst húmorinn aðaleinkenni hennar, þetta er fáránlega fyndin mynd.

Shawshank Redemption

Þetta er fáránlega góð mynd. Ég hef aldrei hitt mann sem finnst hún ekki snilld. Söguþráðurinn er ein mesta snilld kvikmyndasögunnar, enda fenginn úr bók eftir meistarann Stephen King. Ófáar bækur King hafa verið færðar á hvíta tjaldið og má helst nefna The Green Mile sem er nálægt því að komast líka á topp tíu listann minn. Shawshank Redemption býr ekki bara yfir góðum söguþræði heldur er það myndin í heild sem gerir hana eina af bestu myndum allra tíma. Einhver veginn grunar mig að þegar myndin var gerð hafi ekki verið búist við að þetta yrði ein lofaðasta mynd í kvikmyndaheiminum. Þessi mynd er gerð fyrir áhorfendur.

Memento

Svona eiga myndir að vera. Ég gæti haft topp 10 listann minn með einungis myndum á við Memento, það er myndir með fáránlega góðu plotti, en ég ákvað að hafa listann sem fjölbreyttastan. Maður getur ekki hætt að hugsa um þessa mynd þegar maður hefur séð hana, enda verður maður að sjá hana oftar til að fá heildarmynd á hana. Plottið er eitt það besta (ef ekki besta) sem ég hef séð.

Ég fékk mig loksins til að horfa á 8½, var búinn að heyra skelfilegar sögur um hversu löng og leiðinleg hún er. Hún var síðan ekkert svo slæm (miðað við hversu margar lélegur myndir maður hefur séð). Reyndar var þetta mjög fáránleg mynd, þar sem ég var stundum alveg týndur. Ég held að þetta sé mynd sem Fellini gerði fyrir sjálfan sig og mér finnst hún einum of persónuleg, þ.e. listræn. Áhorfandinn fattar lítið hvað er að gerast en þetta er eitthvað sem leikstjórann langaði að gera.
Þessi mynd er öðruvísi en flestar myndir og er þar af leiðandi ein af perlum kvikmyndasögunnar. Það þýðir samt ekkert að myndin sé góð, bara byltingarkennd, flott eða eitthvað því um líkt.
Þetta var samt sæmileg skemmtun. Myndin á sín móment. Dagdraumar Guido voru oft ansi skondnir, og uppáhaldssenan hans Sigga Palla þar sem Guido er bossinn í kvennabúrinu er snilld.
Ég dottaði nú eitthvað yfir myndinni en hver gerir það ekki, hún er hrikalega langdregin á köflum. Eftir allt saman er hún kannski löng og leiðinleg. Tek orð mín í byrjun til baka. Leiðinleg mynd.

Gef henni samt 2/5 stjörnur fyrir að vera talin ein af bestu myndum allra tíma.

Ran


Ég var orðinn ansi þreyttur á langdregnum Kurosawa myndum eftir fyrirlesturinn um kappann en ákvað samt að horfa á Ran í sunnudagsbíói Sjónvarpsins. Það hafði líka áhrif að hún var í lit, ég var kominn með nóg af svart-hvítum myndum. Það kom síðan ekkert voðalega á óvart að myndin var langdregin (160 mín.). Þrátt fyrir þetta fannst mér myndin góð. Miðað við aðrar Kurosawa myndir sem ég hafði séð var þessi miklu nýlegri og þess vegna miklu flottari og nútímalegri. Bardagarnir voru magnaðir og minntu mig á tölvuleikinn Shogun (herkænskuleikur sem gerðist í Japan á svipuðum tíma og Ran á að gerast).
Sagan er líka mögnuð þótt Kurosawa eigi ekki heiðurinn af henni. Myndin er gerð eftir frægu leikriti Shakespeare, Lér Konungur, og mér finnst Kurosawa takast frábærlega að færa þessa ensku harmsögu yfir til Japan. Faðir og þrír synir hans berjast innbyrðis um völd á litlu svæði í Japan - Getur ekki endað með öðru en ósköpum.

Myndin fær 3,5 stjörnur af 5 mögulegum

Topp 10 (Fyrsti hluti)

Ótrúlegt vesen að gera þennan lista. Þetta eru nú ekkert endilega 10 bestu myndir sem ég hef séð, en með þeim betri. Sumar voru í uppáhaldi hjá mér þegar ég var yngri en aðrar sá ég fyrst nýlega. Það er líka fullt af myndum sem mig langar að sjá sem gætu komist inn á þennan lista. En látum þennan duga í bili.


Battle Royal

Í náinni framtíð þegar Survivor hefur farið úr böndunum eru raunveruleikaþættir komnir á næsta stig. Heill skólabekkur er valinn til að fara á eyðieyju og berjast þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Allir hinir deyja.
Hugmyndin á bak við þessa mynd er snilld. Nú í dag tröllríða raunveruleikaþættir heiminum og fyrir stuttu var tilkynnt um þátt þar sem krakkar í Bandaríkjunum taka þátt í einskonar Survivor. Hvað verður langt þar til að Battle Royal verður að veruleika?
Maður verður samt að vera í rétta fílingnum þegar maður horfir á þessa mynd, því hún gengur eiginlega bara útá hrottalega slátrun skólakrakka.


Lion King

Eins og mörgum finnst er þetta með sorglegri myndum sem ég hef séð. Sagan um Simba sem missir föður sinn ungur og þarf að takast á við lífið. Veit ekki hversu oft ég hef séð þessa mynd, en ég gleymi henni ekki í bráð. Besta teiknimynd allra tíma og langbesta mynd sem Disney hefur sent frá sér. Músíkin í þessari mynd er líka fáránlega góð.


The Great escape

Ég sá þessa mynd fyrst á pólsku þegar ég var lítill og skildi ekki neitt en samt fannst mér þetta geðveik mynd. Hópur manna í fangabúðum nasista vinna saman að því að gera hópflótta. Endirinn er síðan mjög dramatískur. Allt er þetta byggð á sönnum atburðum sem gerir myndina enn merkilegri. Steve McQueen fer á kostum en gerir reyndar fátt annað en að kasta bolta í vegg í einangrun. Mæli með þessari.

mánudagur, 3. desember 2007

Walk the Line


Ég horfði á myndina í fartölvu hjá félaga mínum í flugi um helgina en átti um korter eftir þegar batteríið kláraðist. Með fyrirvara um að endirinn sé ekki algjört krapp finnst mér þetta þrusugóð mynd. Myndin er byggð á ævi Johnny Cash, sem er frábær formúla fyrir kvikmynd; dauði, ástir, eiturlyfjanotkun o.fl. Einnig er þetta klassík saga um stjörnu sem hrapar á botninn og verður svo að hugsa sinn gang. Joaquin Phoenix er fáránlega góður sem Johnny Cash og Reese Witherspoon jafnvel betri sem June Carter, ástkona hans. Heimildir mínar segja að þau hafi sungið lögin í alvöru í myndinni sem er frekart töff, Phoenix syngur ansi líkt Cash. Ég verð að sjá endinn á myndinni.

Hún fær 4/5 stjörnum mögulegum.

Rashomon


Ég komst ekki á síðustu óvissusýningu og var því feginn að Siggi Palli sýndi Rashomon, því ég var búinn að sjá hana. Ég var sá eini af Kurosawa-hópnum sem horfði á hana fyrir fyrirlesturinn, enda mesti metnaðurinn í mér... Í rauninni var það eina sem fékk mig til að horfa á hana það að hún er frekar stutt, og ég var orðinn ansi þreyttur á þessum langdregnu Kurosawa myndum. Svo kom í ljós að mörg atriðin eru alveg jafn langdregin (gott dæmi þegar skógarhöggsmaðurinn arkar í gegnum skóginn fáránlega lengi), myndin er bara styttri. Söguþráðurinn er byltingarkennd snilld, en myndin sjálf er engin snilld.

Myndin fær 2,5 stjörnur af 5 mögulegum.