Ég læt 26 færslur nægja. Ef ég myndi bæta inn fjórum færslum núna yrðu þær líklega frekar stuttar og lélegar, svo ég læt það eiga sig. Þessi færsla verður samt líklega frekar stutt og leiðinleg en ég læt hana samt flakka.
Það hefur verið soldið erfitt að halda þessu bloggi við og skrifa reglulega, en þetta verður vonandi taktfastara eftir jól.
Þessar gömlu klassísku myndir sem við höfum verið að horfa í vetur hafa verið mjög misjafnar. Sumar hafa ekki elst vel að mínu mati og eru grútleiðinlegar í dag en aðrar voru argasta snilld. . Myndir í gamla daga voru greinilega miklu langdregnari en tíðkast nú. Ég hef sérstaklega kynnst því í myndum Kurosawa þar sum atriðin eru óskiljanlega löng. Sumar myndirnar eru þó langdregnar en samt snilld, Seven Samurai er gott dæmi. Ég væri alveg til í að sjá einhverja nýlega mynd eftir jól, hafa hana allavega í lit...