þriðjudagur, 4. desember 2007

Yojimbo

Góður en langdreginn "vestri". Nauðsynlegt að þamba Magic til að komast í gegnum þessar Kurosawa myndir. Eins og oftast er myndin góð, en alltof langdregin fyrir marga nútímaáhorfendur.
Myndin segir frá einsömum samúræja á flakki sem kemur í lítinn bæ þar sem tvö gengi berjast um völdin, þorpsbúum til mikils ama. Samúræjinn leikur síðan tveimum skjöldum og styður klíkurnar til skiptis, allt eftir því hvað honum hentar, og allt er þetta partur af plani hans til að koma á friði í þorpinu. Kurosawa notar veðrið listavel og tónlistin spilar einnig stóran part í myndinni, spennustefið er snilld.

Fróðleiksmolar: Yojimbo þýðri lífvörður sem vísar til hlutverks samúræjans hjá bossunum í klíkunum. Samúræjinn kallar sig Kuwabatake Sanjuro sem þýðir Berjaakur Þrjátíuáragamall þegar bossarnir spyrja hann til nafns. Clint Eastwood notaði svipaða hugmynd þegar hann lék manninn án nafns, t.d. í endurgerð myndarinnar Yojimbo, A Fistfull of Dollars.

Myndin fær 3,5 af 5 stjörnum mögulegum.


1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Ekki má gleyma hinni heimsfrægu endurgerðinni: Hrafninn flýgur.