Ég horfði á myndina í fartölvu hjá félaga mínum í flugi um helgina en átti um korter eftir þegar batteríið kláraðist. Með fyrirvara um að endirinn sé ekki algjört krapp finnst mér þetta þrusugóð mynd. Myndin er byggð á ævi Johnny Cash, sem er frábær formúla fyrir kvikmynd; dauði, ástir, eiturlyfjanotkun o.fl. Einnig er þetta klassík saga um stjörnu sem hrapar á botninn og verður svo að hugsa sinn gang. Joaquin Phoenix er fáránlega góður sem Johnny Cash og Reese Witherspoon jafnvel betri sem June Carter, ástkona hans. Heimildir mínar segja að þau hafi sungið lögin í alvöru í myndinni sem er frekart töff, Phoenix syngur ansi líkt Cash. Ég verð að sjá endinn á myndinni.
Hún fær 4/5 stjörnum mögulegum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli