fimmtudagur, 6. desember 2007

La régle de jeu (The Rules of the Game)



Jæja, þá er ég búinn að horfa á allar skyldumyndirnar og blogga um þær.
Ég hef nú oft horft á margar ágætis franskar myndir í sunnudagssjónvarpinu síðustu ár og er almennt hrifinn af frönskum myndum. "La régle de jeu" olli mér samt frekar miklum vonbrigðum. Þar sem myndin er titluð sem besta erlenda mynd allra tíma skv. einhverjum lista þá bjóst ég við þrusumynd. Myndin var síðan ekkert svo slæm, ágæt bara, en ég skil ekki hvað gerir hana eitthvað meistaraverk. Að þetta sé besta erlenda mynd sem gerð hefur verið er kjaftæði.Ég hef séð margar betri.
Þetta er frekar dramatísk mynd segir í rauninni frá ástum fransks fólks af misjöfnu sauðahúsi. Á endanum fer allt í bál og brand, málin flækjast, ótrúlegar ástarflækjur myndast, leyndarmál koma í ljós og maður er myrtur.
Frekar típískur söguþráður. Sumir segja að maður verði að horfa á myndina aftur en ég nenni því ekki.

Myndin fær 2,5/5 stjörnum, sæmileg mynd.

Engin ummæli: