
Þessi mynd er öðruvísi en flestar myndir og er þar af leiðandi ein af perlum kvikmyndasögunnar. Það þýðir samt ekkert að myndin sé góð, bara byltingarkennd, flott eða eitthvað því um líkt.
Þetta var samt sæmileg skemmtun. Myndin á sín móment. Dagdraumar Guido voru oft ansi skondnir, og uppáhaldssenan hans Sigga Palla þar sem Guido er bossinn í kvennabúrinu er snilld.
Ég dottaði nú eitthvað yfir myndinni en hver gerir það ekki, hún er hrikalega langdregin á köflum. Eftir allt saman er hún kannski löng og leiðinleg. Tek orð mín í byrjun til baka. Leiðinleg mynd.
Gef henni samt 2/5 stjörnur fyrir að vera talin ein af bestu myndum allra tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli