Nú er maður orðinn örvæntingafullur um að ná kvótanum svo ég skelli hérna inn færslu um Lísu í Undralandi. Ég sá hana fyrir nokkrum vikum með litlu frænku minni. Myndin var í frekar miklu uppáhaldi þegar ég var mjög lítill, enda tímalaus klassík hérna á ferð. Undraland er heillandi heimur (land) fullur af furðuverum og má nefna Hjartadrottninguna, dularfulla köttinn (Cheshire Cat), hvítu kanínuna, hurðarhúninn og reykjandi lirfuna sem er í miklu uppáhaldi hjá Davíði Þorsteins. Fyrir utan þessar persónur eru óteljandi aðrar sem hefta för Lísu í gegnum Undraland. Þessi ferð er í rauninni eintóm steypa og útúrsnúningur. Skelli samtali úr myndinni hér fyrir neðan sem er lýsandi fyrir ferðina (á ensku, tekið beint af IMDB):
Cheshire Cat: Oh, by the way, if you'd really like to know, he went that way.
Alice: But didn't you just say - I mean - Oh, dear.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli