þriðjudagur, 4. desember 2007

Ran


Ég var orðinn ansi þreyttur á langdregnum Kurosawa myndum eftir fyrirlesturinn um kappann en ákvað samt að horfa á Ran í sunnudagsbíói Sjónvarpsins. Það hafði líka áhrif að hún var í lit, ég var kominn með nóg af svart-hvítum myndum. Það kom síðan ekkert voðalega á óvart að myndin var langdregin (160 mín.). Þrátt fyrir þetta fannst mér myndin góð. Miðað við aðrar Kurosawa myndir sem ég hafði séð var þessi miklu nýlegri og þess vegna miklu flottari og nútímalegri. Bardagarnir voru magnaðir og minntu mig á tölvuleikinn Shogun (herkænskuleikur sem gerðist í Japan á svipuðum tíma og Ran á að gerast).
Sagan er líka mögnuð þótt Kurosawa eigi ekki heiðurinn af henni. Myndin er gerð eftir frægu leikriti Shakespeare, Lér Konungur, og mér finnst Kurosawa takast frábærlega að færa þessa ensku harmsögu yfir til Japan. Faðir og þrír synir hans berjast innbyrðis um völd á litlu svæði í Japan - Getur ekki endað með öðru en ósköpum.

Myndin fær 3,5 stjörnur af 5 mögulegum

Engin ummæli: