þriðjudagur, 4. desember 2007

Topp tíu (Annar hluti)


Nói albínói

Besta íslenska kvikmyndin að mínu mati. Hún gerist í einsemdinni áVestfjörðum þar sem furðulegi undraunglingurinn Nói býr. Honum líkar ekki lífið þarna og dreymir um að komast annað. Myndin er með frábærum söguþráð en mér finnst húmorinn aðaleinkenni hennar, þetta er fáránlega fyndin mynd.

Shawshank Redemption

Þetta er fáránlega góð mynd. Ég hef aldrei hitt mann sem finnst hún ekki snilld. Söguþráðurinn er ein mesta snilld kvikmyndasögunnar, enda fenginn úr bók eftir meistarann Stephen King. Ófáar bækur King hafa verið færðar á hvíta tjaldið og má helst nefna The Green Mile sem er nálægt því að komast líka á topp tíu listann minn. Shawshank Redemption býr ekki bara yfir góðum söguþræði heldur er það myndin í heild sem gerir hana eina af bestu myndum allra tíma. Einhver veginn grunar mig að þegar myndin var gerð hafi ekki verið búist við að þetta yrði ein lofaðasta mynd í kvikmyndaheiminum. Þessi mynd er gerð fyrir áhorfendur.

Memento

Svona eiga myndir að vera. Ég gæti haft topp 10 listann minn með einungis myndum á við Memento, það er myndir með fáránlega góðu plotti, en ég ákvað að hafa listann sem fjölbreyttastan. Maður getur ekki hætt að hugsa um þessa mynd þegar maður hefur séð hana, enda verður maður að sjá hana oftar til að fá heildarmynd á hana. Plottið er eitt það besta (ef ekki besta) sem ég hef séð.

Engin ummæli: