Sé tekið meðaltal af fjölda færslna hjá nemendum í kvikmyndagerð kemur ljós að meðalmaðurinn er kominn með tæplega 15 blogg yfir misserið (14,87) þegar þessi færsla er skrifuð (gat ekki opnað síðuna hans Andrésar). Nú eru fjórir dagar fram að skuldadögum og menn aðeins hálfnaðir með kvótann sem var gefinn. Það er soldið vafamál hvað telst færsla og hvað telst ekki færsla. Menn skrifa mismikið og um mismargar myndir í hverri færslu. Er kannski 30 færslna múrinn of hár fyrir meðalmanninn og enginn nema fuglinn fljúgandi og Bóbó komast yfir hann? Ef til vill hefði verið viturlegt að skrifa færslur jafnt og þétt yfir misserið, þá hefðu þetta aðeins verið um 2 færslur á viku. En það gerir manni gott að fresta hlutunum fram á lokadaginn. Ætli menn bombi ekki inn 15 færslum á laugardaginn...
Telst þetta færsla?
þriðjudagur, 4. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli