sunnudagur, 13. apríl 2008
21
Góð mynd, hún hefði samt einhvern vegin mátt vera betri. Hún er byggð á sönnum atburðum en í myndinni sjálfri er bætt við svaka twist-um í endinn sem gerir þetta óraunverulegt og þannig missir myndin gildi sitt. Þeir bættu inn einhverri ástarsögu og í myndina og í endinn eru allir einum of hamingjusamir.Tónlistin er frekar kjánaleg, eftir eitt frægt lag kemur annað. Mér fannst lögin ekkert passa saman.
Það hefði mátt útskýra spilið betur, aðallega hvernig svindlið virkar. Kannski máttu þeir það ekki út af casino-um en þetta var frekar óskýrt hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég hef aldrei skilið hvað það þýðir að "telja spilin". Í þessu videó-i (ef menn hafa áhuga á 21) eru tveir gaurar að sýna helstu mistökin í myndinni í sambandi við spilið 21. Höfundar myndarinnar vita greinilega lítið hvernig þetta virkar og ákváðu þess vegna að hafa þetta svona óljóst.
SPOILER (soldið leiðinlegt að hafa spoiler í bloggunum sínum því þá á Siggi Palli í raun að lesa bloggið en getur skemmt myndir fyrir sér með því að lesa bloggið. En skítt með það)
Eins og í mörgum myndum er söguhetjan beðin um eitthvað og neitar fyrst en lætur svo eftir. Í þessari mynd er það þannig að aðalgaurinn vill fyrst ekki taka þátt í svindlinu og segist ekkert vilja með þetta hafa en svo auðvitað ákveður hann að slá til. Auðvitað! Maður er búinn að bíða heil lengi eftir því að hann join-i 21 hópinn en myndin lætur það bíða eins og maður eigi að halda að hann fari ekki að spila 21, heldur haldi áfram sínu háskóla lífi. Fólk sem fer á myndina veit nokkurn vegin um hvað hún er. Hver á að halda að hann fari ekki að spila 21? Eitt annað víst ég er ennþá í spoiler dálknum. Er hægt að gera lélegra atriði en þegar aðalpersónan labbar gegnum öryggishlið á flugvellinum og vörður segir honum að stoppa. Allt verður skyndilega slow-motion og tilveran hrynur. ,,Herra, ég ætlaði bara að segja þér að þú gleymdir töskunni þinni".
SPOILER BÚINN
Lokaniðurstaða: Nokkuð góð mynd, en engin snilld. Það hefði kannski mátt gera bara heimildarmynd um þessa krakka í MIT sem urðu milljónamæringar í Vegas.
Eftir myndina langar mann soldið að læra að svindla í 21 og fara til Vegas og verða milljónamæringur. Casino-in hljóta að græða á þessari mynd því fólk flykkist í spilavítin og tapa, eða reyna að svindla og klúðra því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Svona skil ég þetta: Í spilavítunum er notaður kassi (kallaður skór) sem inniheldur 4-8 spilastokka sem búið er að stokka. Vegna þess að þessi spil eru ekkert stokkuð inn á milli (eftir því sem mér skilst) þá er hægt að telja spilin og sjá þannig út hvaða spil eru eftir í skónum. Vegna þess hve tölfræðilegir yfirburðir hússins eru litlir í 21, þá getur maður verið í yfirburðastöðu með því einu að vita að það eru tölfræðilega aðeins meiri líkur á að fá eitt spil frekar en annað. Mér finnst þetta allt voða flókið.
5 stig.
Skrifa ummæli