sunnudagur, 13. apríl 2008

El Orfanato


Jæja, áttunda bloggið í dag. Eftir breytinguna miklu er núna miklu meira vesen að blogga og færslurnar þurfa að vera lengri. Ég sakna soldið gamla kerfisins. Vonandi fær maður einhver stig af viti fyrir allar þessar færslur.

El Orfanato er að mínu mati ein besta hryllingsmynd síðustu ára, allsvakaleg. Ég bjóst við miklu, enda meistarinn Guillermo del Toro framleiðandi, sem gerði m.a. Pan´s Labyrinth (sem er sjúklega góð mynd) og líkist henni að sumu leiti, t.d. eru þrautir sem þarf að leysa í báðum myndunum. Söguþráðurinn var frábær, og miðað við hryllingsmyndir sem eru oft með cheesy söguþráð var hann algjör snilld. Það var aldrei dautt augnablik í myndinni og manni gafst aldrei tími til að slaka á. Flestar hryllingsmyndir hafa atriði þar sem maður er öruggur, fullt af fólki og sólin skín. Í þessari mynd var ég taugahrúga alla myndina. Hún var líka fljót að byrja en margar hryllingsmyndir taka heila eilífð í kynningu og langt í að spennan byrji fyrir alvöru. Ég hef aldrei verið hrifinn af hryllingsmyndum, en eftir á var þessi mynd snilld. Ég elska myndir þar sem ýmislegt kemur í ljós í endinn. Hvað er meira creepy en munaðarlaus krakki klæddur í kartöflupoka myndskreyttan eins og grasker ?

Myndin fjallar um par sem flytur í afskekkt hús og ætlar að stofna barnaheimili fyrir treg börn. Einkasonur þeirra, sem er ættleiddur, á ímyndaða vini sem þau hunsa alltaf. Einn daginn hverfur sonurinn og undarlegir hlutir fara að gerast. Móðirinn gerir hvað sem er til að endurheimta hann og kafar djúpt ofan í sögu hússins og kemst að ýmsu.

Spennan er þvílík alla myndina og ég er ekki frá því að Bjarki hafi pissað á sig úr hræðslu, svo mikil var spennan (þarf reyndar ekki mikið til!). Andrúmsloftið er kynngi magnað (var það ekki skrifað svona?) og það tekst einstaklega vel að skapa stemmingu. Myndin fjallar slatta um fólk sem er skygnt og heim handan okkar heims og fær mann til að hugsa um þetta. Það á víst að gera amerískt-remake af myndinni sem er frekar asnalegt, ég held þeim takist ekki að gera betri mynd. Og afhverju má hún bara ekki vera á spænsku? Gott dæmi er Vanilla Sky sem er mun lélegri en Abre los Ojos. Til hvers að gera remake ef það er ekki betra en fyrri myndin og bætir einhverju við hana?

Niðurstaðan er frábær mynd. Hérna er eitt skuggalegt atriði með krakkanum á myndinni hér fyrir ofan (búið að setja einhverja furðulega tónlist yfir).

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Fín færsla, en það ætlar ekki að takast hjá mér að sjá þessi myndbrot...

6 stig.