miðvikudagur, 16. apríl 2008
No Country for Old Men
Ýmsir SPOILER-ar hér og þar.
Mynd af sömu stærðargráðu og There Will be Blood. Hún hlaut fern óskarsverðlaun í ár, m.a. sem besta mynd og Coen bræður fengu óskarinn fyrir leikstjórn. Myndin er með 8,5 á imdb líkt og TWBB en munurinn á þeim er mikill. Ég fór með svipaðar væntingar á þær báðar en No Country for Old Men reyndist mun betri.
Myndin gerist í Texas í Bandaríkjunum fyrir nokkrum áratugum. Llewelyn Moss, venjulegur sveitadurgur, rambar einn daginn á stað þar sem fíkniefnaviðskipti enduðu illa og það eina sem er eftir eru lík og 2 milljónir dollara. Hann ákveður að hirða peninginn en það dregur dilk á eftir sér. Geðsjúkur fjöldamorðingi, Chigurh, er sendur á eftir honum og síðan hefst svaðalegur eltingarleikur þar sem Moss reynir að hrista morðingjann af sér. Inn í þetta fléttast rannsókn lögreglunnar á málinu.
Þessi mynd er alveg hreint út sagt mögnuð og eins svalasta mynd sem ég hef séð. Josh Brolin sem leikur Moss og Javier Bardem sem leikur geðsjúka morðingjann leika þetta ótrúlega vel. Það er eins og Bardem sé fæddur raðmorðingji, en sem betur fer varð hann leikari. Vopnið sem hann notar, einhverskonar ofur-loftbyssa með súrefniskút notuð til að slátra kúm er held ég svalasta vopn sem ég hef séð, þótt það sé í raun ekkert mjög hagkvæmt vopn. Mörg atriðin eru líka geðveikt svöl og má nefna atriðið þar sem Chigurh ræðir við kaupmann hvort hann eigi að drepa hann eða ekki og lætur hann kasta pening upp á það.
Fyrir hlé fannst mér myndin geðveik snilld og var að farast úr spennu. Chigurh var alltaf á hælunum á Moss og í hléi minnir mig beið Moss á rúminu eftir að Chigurh myndi brjótast inn í hótelherbergið sitt. Eftir hlé fannst mér myndin verða soldið flóknari og stemmingin datt aðeins niður. Endirinn var síðan mjög skrýtinn og óvæntur. Ég held að hann sé soldið opinn og það er hægt að túlka hann eins og maður vill. Maður veit í raun ekkert hvar peningarnir enduðu. Venjulega enda myndir á einhverri uppljóstrun eða einhverju álíka, en NCFOM endaði bara allt í einu. Annað atriði sem myndi ekki gerast í "venjulegum myndum"er þegar Moss er drepinn, því þangað til hafði hann verið aðalpersóna myndarinnar og survivor-inn sem ekkert gat drepið. Eftir það tók Tommy Lee Jones við sem lék lögguna Ed Tom Bell. Eftir myndina var síðan mjög gaman að ræða túlkanir manna á myndinni og ég fattaði t.d. ekki alveg tengsl allra, það þurfti soldið að hugsa til að fatta þau. Ég fattaði líka ekki point-ið með bílslysinu sem Chigurh lendir í í endinn. Það kom einhvernveginn upp úr þurru og tengdist sögunni ekki neitt. Var það til að sýna fram á að lífið er bara "flip of coin", þú veist aldrei hvað gerist.
Ég var soldið vonsvikinn þegar myndin endaði, uppáhaldskarakterinn dauður og enginn twistaður endir. Eftir á var þetta samt alveg mögnuð mynd sem allir verða að sjá. Öll kvikmyndataka, leikur, hljóð og umhverfi er frábært. Ég verð eiginlega að sjá myndina aftur til að skilja hana betur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Flott færsla. 7 stig.
Skrifa ummæli