miðvikudagur, 16. apríl 2008
Princess Mononoke
Eftir fyrirlesturinn okkar um anime ákvað ég að horfa á myndina Princess Mononoke, sem Purkhús lýsti svo vel. Í raun hefði ég átt að horfa á hana fyrir fyrirlesturinn en það gafst enginn tími í það. Þetta er held ég svona næst-þekktasta japanska anime myndin á eftir Spirited Away. Hún er með svipaðan orðstý og SA og margverðlaunuð, með 8,3 á imdb í 119. sæti á topplistanum fræga. Goðsögnin Hayao Miyazaki gerði hana í fyrirtæki sínu Studio Ghibli. Studio Ghibli sérhæfir sig í anime og er nokkuð þekkt um allan heim fyrir myndir sínar, en allflestar frægustu anime myndirnar koma þaðan og eru einmitt eftir Hayao Miyazaki, og má nefna myndirnar Howl´s Moving Castle, My Friend Totoro og Grave of the Fireflies.
Myndin fjallar um prinsinn Ashitaka sem verður fyrir bölvun þegar hann bjargar þorpinu sínu frá guðlegum villigelti í álögum. Ashitaka neyðist til að ferðast til skógar í vestri til að hitta Dádýrsguðinn, helgasta guð skógarins (sem sést á myndinni hér til hliðar). Hann blandast inn í átök sem geisa milli manna og dýra í skóginum og á í erfiðleikum að ákveða með hverjum hann stendur. Ashitaka kynnist líka Mononoke, stelpu sem er alin upp af úlfum og berst með þeim gegn mönnunum. Dýrin í myndinni eru goðsagnakennd og hafa ákveðna leiðtoga sem eru guðir. Í myndinni er deilt á mannfólkið og hvernig við erum að fara með heiminn. Tré og dýr eru drepin miskunarlaust til að græða meiri pening og atvinnu.
Þetta er stórkostleg mynd sem sogar mann inn í ótrúlegan ævintýraheim. Umhverfið er ótrúlega fallegt og það er ekki hægt annað en að vera hrifinn af myndinni. Eins og Purkhús sagði þá var gífurleg vinna lögð í myndina og allt mjög vandað. Mér finnst tónlistin mjög flott, líkt og í Spirited Away og download-aði soundtrackinu úr þeim. Hérna má heyra eitt lagið úr myndinni:
Nú verð ég bara að grafa upp fleiri anime myndir til að horfa á.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Fín færsla. 5 stig.
Skrifa ummæli