sunnudagur, 13. apríl 2008
Stóra planið og "Olaf de Fleur"
Stóra planið var nákvæmlega í samanburði við væntingar mínar, bara fín mynd - skilur ekkert eftir sig en fyndin á köflum. Það eina sem ég vissi um myndina þegar ég mætti á hana var að Micheal Imperioli leikur í henni. Mér fannst söguþráðurinn frekar gloppukenndur og skrýtinn, enda kom í ljós þegar leikstjórinn, Ólafur, kom í heimsókn að hann var bara að spinna söguþráðinn á köflum. Sem er fáránlegt! Við gerð svona semi-stórmyndar á Íslandi ætti leikstjóri að hafa handritið fullmótað. Þótt hann hafi verið heppinn hingað til gæti einhvern tímann allt klúðrast ef hann ætlar að vinna svona. Maður kynntist því nú við gerð stuttmyndanna að það er ansi erfitt að spinna upp söguþráðinn á staðnum og þótt maður sé með handrit er maður alltaf að breyta því og vesenast. Þess vegna er skrýtið hvernig Ólafur gat gert þessa mynd og verið að breyta ýmsu, þó ég ímyndi mér að handrit heildarsögunnar hafi verið fullgert.
Síðan er annað mottó hjá Ólafi, að vera ekkert að pæla of mikið í þessu eða gera eitthvað epískt meistaraverk, bara klára þetta og henda því frá sér. Þessi vinnubrögð eru líka frekar skrýtin, en hver hefur sinn stíl og Ólafi gengur bara nokkuð vel. Hann kom með nýja sýn á kvikmyndagerð (t.d. miðað við Astrópíu leikstjórann sem var andstæða Ólafs). Maður verður að gefa honum kredit fyrir það.
Mér finnst leikurinn í myndinni mjög skemmtilegur og allir karakterarnir voru soldið að lifa sig inní gangster-heiminn á Íslandi, sem er líklega svipað kjánalegur og myndin sínir, enda eru þetta í raun allt smákrimmar. Þeir halda að þeir séu einhverjir glæpakóngar en eru í raun bara núll og nix. Mér fannst Snati (Benedikt Erlingsson) einn af fyndnustu karakterunum. Hann ofleikur frekar mikið einhvern furðulegan wannabe. Myndun er uppfull af einhverjum kung-fu draumum sem er ekki að gera sig og tengist myndinni þannig séð ekkert.
Niðurstaðan er fín mynd, en engin snilld, einmitt það sem leikstjórinn vildi gera.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mér fannst kung-fu pælingin einmitt soldið skemmtileg, en það er bara smekksatriði. Fín færsla. 5 stig.
Skrifa ummæli