miðvikudagur, 5. desember 2007

Stuttmyndargerð


Betra er seint en aldrei...

Við vorum frekar rólegir fyrir myndina og það endaði auðvitað í því að við leituðum hugmynda að söguþræði á síðustu stundu. Söguþráðurinn verður að vera flottur. Nokkrar hugmyndir voru komnar og loks enduðum við á að gera mynd um innilokunarkennd. Síðan spunnum við eiginlega myndina milli sena, enda tók fáránlega langan tíma að gera þessa 5 mín. mynd. Við vorum úrvinda þegar fór að kvölda og ákváðum að enda myndina og segja þetta gott. Það hefði verið hægt að gera frábæra mynd út frá þessari hugmynd en við hvorki tíma né tæki í það. Myndin var samt fín.
Lærðum ýmislegt við þetta, aðallega að það verður að skipuleggja handrit áður myndin er tekin upp og síðan verður að heyrast hvað persónurnar eru að segja. Einhverjir titluðu mig hljóðmann en ég vísa þeim ásökunum á bug og skelli skuldinni á hina hópfélagana. Ég stóð mig vel.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hélt það hefði verið ákveðið að það væri allt Purkhús að kenna...