Ég læt 26 færslur nægja. Ef ég myndi bæta inn fjórum færslum núna yrðu þær líklega frekar stuttar og lélegar, svo ég læt það eiga sig. Þessi færsla verður samt líklega frekar stutt og leiðinleg en ég læt hana samt flakka.
Það hefur verið soldið erfitt að halda þessu bloggi við og skrifa reglulega, en þetta verður vonandi taktfastara eftir jól.
Þessar gömlu klassísku myndir sem við höfum verið að horfa í vetur hafa verið mjög misjafnar. Sumar hafa ekki elst vel að mínu mati og eru grútleiðinlegar í dag en aðrar voru argasta snilld. . Myndir í gamla daga voru greinilega miklu langdregnari en tíðkast nú. Ég hef sérstaklega kynnst því í myndum Kurosawa þar sum atriðin eru óskiljanlega löng. Sumar myndirnar eru þó langdregnar en samt snilld, Seven Samurai er gott dæmi. Ég væri alveg til í að sjá einhverja nýlega mynd eftir jól, hafa hana allavega í lit...
3 ummæli:
(channelling my inner bitter old man): "Fuss og svei! Litur og hljóð eyðilögðu kvikmyndalistina, og véldrifnar myndavélar og sýningarvélar tóku allan karakter úr bíómyndunum. Þeir búa bara ekki til myndir eins og í gamla daga..."
En að öllu gamni slepptu þá verður áherslan á nýrri myndir eftir áramót. Ég ætla að reyna að halda mig við myndir gerðar eftir 1967, sem þýðir að þær verða langflestar í lit og með hljóði...
Umsögn um blogg
26 færslur.
Almennt séð fínar færslur og standast kröfur.
Samt ekki eins kjötmiklar og hjá toppunum...
9,0
...og að lokum eitt komment sem átti eiginlega að vera hluti af því fyrsta.
Varðandi hraða kvikmynda: Meginreglan er sú að hraði og almennt sjón- og hljóð-áreiti kvikmynda hefur aukist (margfaldast?) með árunum. Hvað manni líkar betur fer mest eftir því hverju maður er vanur. Maður getur vanist hægaganginum í gömlu myndunum og tekur þá nánast ekkert eftir þeim. Ég hugsa að það sé jafnvel erfiðara fyrir gamla jálka eins og mig að venja mig á stanslaust áreitið í nýlegum hasarmyndum. Tek sem dæmi tölvugerðu hasaratriðin í LOTR: það bókstaflega slokknar á mér þegar þau fara í gang og ég nenni eiginlega ekki að fylgjast með. Þó svo að þið séuð bara nokkrum árum yngri þá eruð þið miklu vanari svona áreiti, þó ekki sé nema vegna tölvuleikjanna sem þið ólust upp við. Ef maður pælir í því, þá er bara eðlilegt að einhver sem ólst upp við Playstation 1, 2 og 3 geti unnið úr meira sjónrænu áreiti en einhver sem aldist upp við NES, SNES og PC-tölvur með 16 litum.
Skrifa ummæli