laugardagur, 8. desember 2007
Gamlar myndir
Lísa í Undralandi
Cheshire Cat: Oh, by the way, if you'd really like to know, he went that way.
fimmtudagur, 6. desember 2007
La régle de jeu (The Rules of the Game)
Jæja, þá er ég búinn að horfa á allar skyldumyndirnar og blogga um þær.
Ég hef nú oft horft á margar ágætis franskar myndir í sunnudagssjónvarpinu síðustu ár og er almennt hrifinn af frönskum myndum. "La régle de jeu" olli mér samt frekar miklum vonbrigðum. Þar sem myndin er titluð sem besta erlenda mynd allra tíma skv. einhverjum lista þá bjóst ég við þrusumynd. Myndin var síðan ekkert svo slæm, ágæt bara, en ég skil ekki hvað gerir hana eitthvað meistaraverk. Að þetta sé besta erlenda mynd sem gerð hefur verið er kjaftæði.Ég hef séð margar betri.
Þetta er frekar dramatísk mynd segir í rauninni frá ástum fransks fólks af misjöfnu sauðahúsi. Á endanum fer allt í bál og brand, málin flækjast, ótrúlegar ástarflækjur myndast, leyndarmál koma í ljós og maður er myrtur.
Frekar típískur söguþráður. Sumir segja að maður verði að horfa á myndina aftur en ég nenni því ekki.
Myndin fær 2,5/5 stjörnum, sæmileg mynd.
miðvikudagur, 5. desember 2007
Stuttmyndargerð
þriðjudagur, 4. desember 2007
Yojimbo
Bloggmúrinn
Telst þetta færsla?
Topp tíu (Annar hluti)
Nói albínói
Besta íslenska kvikmyndin að mínu mati. Hún gerist í einsemdinni áVestfjörðum þar sem furðulegi undraunglingurinn Nói býr. Honum líkar ekki lífið þarna og dreymir um að komast annað. Myndin er með frábærum söguþráð en mér finnst húmorinn aðaleinkenni hennar, þetta er fáránlega fyndin mynd.
8½
Þessi mynd er öðruvísi en flestar myndir og er þar af leiðandi ein af perlum kvikmyndasögunnar. Það þýðir samt ekkert að myndin sé góð, bara byltingarkennd, flott eða eitthvað því um líkt.
Þetta var samt sæmileg skemmtun. Myndin á sín móment. Dagdraumar Guido voru oft ansi skondnir, og uppáhaldssenan hans Sigga Palla þar sem Guido er bossinn í kvennabúrinu er snilld.
Ég dottaði nú eitthvað yfir myndinni en hver gerir það ekki, hún er hrikalega langdregin á köflum. Eftir allt saman er hún kannski löng og leiðinleg. Tek orð mín í byrjun til baka. Leiðinleg mynd.
Gef henni samt 2/5 stjörnur fyrir að vera talin ein af bestu myndum allra tíma.
Ran
Ég var orðinn ansi þreyttur á langdregnum Kurosawa myndum eftir fyrirlesturinn um kappann en ákvað samt að horfa á Ran í sunnudagsbíói Sjónvarpsins. Það hafði líka áhrif að hún var í lit, ég var kominn með nóg af svart-hvítum myndum. Það kom síðan ekkert voðalega á óvart að myndin var langdregin (160 mín.). Þrátt fyrir þetta fannst mér myndin góð. Miðað við aðrar Kurosawa myndir sem ég hafði séð var þessi miklu nýlegri og þess vegna miklu flottari og nútímalegri. Bardagarnir voru magnaðir og minntu mig á tölvuleikinn Shogun (herkænskuleikur sem gerðist í Japan á svipuðum tíma og Ran á að gerast).
Sagan er líka mögnuð þótt Kurosawa eigi ekki heiðurinn af henni. Myndin er gerð eftir frægu leikriti Shakespeare, Lér Konungur, og mér finnst Kurosawa takast frábærlega að færa þessa ensku harmsögu yfir til Japan. Faðir og þrír synir hans berjast innbyrðis um völd á litlu svæði í Japan - Getur ekki endað með öðru en ósköpum.
Myndin fær 3,5 stjörnur af 5 mögulegum
Topp 10 (Fyrsti hluti)
Battle Royal
Í náinni framtíð þegar Survivor hefur farið úr böndunum eru raunveruleikaþættir komnir á næsta stig. Heill skólabekkur er valinn til að fara á eyðieyju og berjast þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Allir hinir deyja.
Hugmyndin á bak við þessa mynd er snilld. Nú í dag tröllríða raunveruleikaþættir heiminum og fyrir stuttu var tilkynnt um þátt þar sem krakkar í Bandaríkjunum taka þátt í einskonar Survivor. Hvað verður langt þar til að Battle Royal verður að veruleika?
Maður verður samt að vera í rétta fílingnum þegar maður horfir á þessa mynd, því hún gengur eiginlega bara útá hrottalega slátrun skólakrakka.
Eins og mörgum finnst er þetta með sorglegri myndum sem ég hef séð. Sagan um Simba sem missir föður sinn ungur og þarf að takast á við lífið. Veit ekki hversu oft ég hef séð þessa mynd, en ég gleymi henni ekki í bráð. Besta teiknimynd allra tíma og langbesta mynd sem Disney hefur sent frá sér. Músíkin í þessari mynd er líka fáránlega góð.
mánudagur, 3. desember 2007
Walk the Line
Rashomon
sunnudagur, 25. nóvember 2007
Det sjunde inseglet
Heitt í kolunum (Some Like it Hot)
Myndin fær 3/5 stjörnur.
miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Das Cabinet des Dr. Caligari
Furðufuglinn dr. Caligari sýnir "spámanninn" sinn, Cesare, sem á að geta spáð í framtíðina. Sýningum þeirra fylgja morð og þorpsbúa fer að gruna ýmislegt. Endirinn er síðan eitthvað svaka twist sem ég fattaði ekki. Kannski á það að vera þannig.
Þetta er furðuleg hryllingsmynd. Skil nú ekki bloggara á imdb sem segja myndina meistarastykki sem hafi breytt lífi þeirra. Þetta er ágæt mynd en mér finnst hún ekkert hafa elst svo vel, þetta er frekar dauf mynd nú í dag. Árið 1920 hefur hún eflaust verið mjög ógurleg og framandi. Hún má samt eiga það að vera furðuleg, umhverfið allt bjagað og persónurnar stórskrýtnar.
Myndin fær 2,5/5 stjörnum.
þriðjudagur, 20. nóvember 2007
American Gangster
Skelli 4/5 stjörnum á hana.
þriðjudagur, 16. október 2007
Notorious (Alfred Hitchcock)
mánudagur, 15. október 2007
Sen to Chihiro no kamikakushi (Spirited Away)
Það er soldið síðan ég sá þessa mynd svo ég man hana ekkert í smáatriðum. Verð að horfa á hana aftur við tækifæri.
sunnudagur, 14. október 2007
RIFF: Rótleysi (vegleg færsla)
Aðal uppistaða myndarinnar eru skemmtilegar persónur og góður söguþráður. Mennirnir þrír eru af sígaunaættum, en sýna það þó mismikið. Aðalpersónan er Jura, siðmenntaður maður sem vill ekki halda í við sígaunahefðina. Pabbi hans, Roman, er svona mitt á milli nútímans og gömlu sígaunatímanna. Þriðji maðurinn er svo frændi þeirra, Stano. Hann er stoltastur af sígaunaarfleiðinni og þykist vera 100% sígauni, en er það í rauninni ekki. Í upphafi vill Jura ekkert með þessa ferð hafa en skoðun hans breytist þegar líður á ferðina. Þetta er svosem ósköp klisjukennt en söguþráður myndarinnar í heild er nokkuð frumlegur. Í myndinni er verið að segja aðra sögu, þ.e. Roman er að skrifa sögu sem hann vill að verði sígaunaepík. Gegnum myndinni er svo alltaf skipt reglulega á milli raunveruleikans og sögunnar sem hann er að skrifa, og sú saga er ansi skemmtileg.
RIFF: Eigið þér annað epli? (vegleg færsla)
Feiti furðufuglinn sem getur hlaupið endalaust ber myndina uppi og fer á kostum. Hann getur ekki hætt að hugsa um mat og gengur illa að fá hann. Hann er mjög einfaldur í hugsun og minnir á Hómer Simpson, fyrir utan hlaupahæfileikann. Svörtu ljáarmennirnir geta aldrei náð honum því það eina sem hann er góður í er að hlaupa. Hann er hetjan í myndinni og berst gegn harðstjórninni en klúðrar í rauninni málunum hvar sem hann fer. Hann er ekki þessi dæmigerða hetja, enda sköllóttur og feitur vandræðapési. Söguþráður myndarinnar er mjög frumlegur og furðulegur um leið. Á flakki sínu um landið ráfar hetjan inn í ýmis þorp þar sem skrítnar reglur yfirvalda ákvarða líf fólksins. Í einum bænum er fólkinu t.d. skipa að sofa mest allan daginn og ég skil ekki hvernig þorpsbúar halda sér á lífi. Myndin dalar svolítið þegar líður á og þetta nýja frumlega hættir að vera fyndið (svipað og í Þið, lifendur).
fimmtudagur, 4. október 2007
RIFF: Þið, lifendur (Du levande)
Myndin byrjaði mjög fersk með þunglyndri syngjandi kellingu og í kjölfarið fylgdu snilldaratriði um t.d. hlægilegan hljóðfæraleikara og brotið postulín. Atriði þar sem dómarar í réttarsal þamba bjór, láta eins og á uppboði og senda svo mann í rafmagnsstólinn fyrir að brjóta nokkra diska (og yfir 200 ára gamla skál) er snilld. Eftir þetta dalaði myndin svolítið og það eina sem skemmti mér var miðaldra kona sem gat ekki hætt að hlæja. Sama þótt ekkert merkilegt væri í gangi hló hún og hló. Mér var þó farið að leiðast í endinn, og meira að segja konan hætti að hlæja þegar leið á. Í myndinni er fullt af lúmskum brandörum og mörg atriðin mjög kómísk. Samt sem áður voru mörg þessara atriða í leiðinni frekar dauf og langdregin. Söguþráðurinn var í raun enginn, bara atriði sem tengdust af og til.
Myndin fær 3 stjörnur af 5 mögulegum.
miðvikudagur, 3. október 2007
RIFF: Svæfandi nótt á vetrarbrautinni
Þessar spurningar og ótal fleiri skyldi myndin Nótt á vetrarbrautinni eftir sig. Þetta var japönsk anime teiknimynd. Ég hafði þónokkrar væntingar fyrir þessa mynd eftir að hafa séð frábæra mynd í sama flokki síðasta aðfangadag sem hét Spirited Away. Mæli með þeirri mynd. Get ekki sagt það sama um þessa. Við fórum þrír saman á hana en dottuðum allir yfir henni. Það var aðeins eitt sem stóðst væntingar og það var hversu súr myndin var. Allt annað, eins og söguþráðurinn og teikningin var hörmung. Myndinni er lýst svo á http://www.riff.is/: Myndin segir frá tveimur köttum sem fara í ævintýralegt ferðalag út í geiminn á járnbraut sem ferðast á milli stjarnanna. Þetta er falleg og tímalaus saga um lífið, dauðann, vináttu og missi. Puff... hljómar nokkuð spennandi en var það ekki. Fullt af glórulausum atriðum í þessari mynd og ekki tók ég eftir fallegri og átakamikilli sögu.
Á undan myndinni var sýnd japönsk stuttmynd sem var betri en aðalmyndin. Hún var teiknuð drungalega og músíkin í samræmi við það, sem skapaði spennuþrungið andrúmsloft. Hún fjallaði um tvo veiðimenn sem þvælast inn á stórfurðulegan veitingastað í skóginum.
Nótt á vetrarbrautinni fær 1,5 stjörnu af 5 mögulegum.
The General
Myndin fær 4 stjörnur af 5 mögulegum.
miðvikudagur, 19. september 2007
Veðramót
Ég mætti 10-15 mín. of seint á myndina því Purkhús var svo lengi að pumpa í ræktinni. Ef það er eitt sem ég hata þá er það að missa af byrjun á myndum. Oft gerist eitthvað merkilegt í byrjun og það tekur langan tíma að fatta hvað er í gangi. Ég komst þó fljótt inní söguþráð Veðramóta.
Myndin er þrusuvel gerð og skartar góðum leikurum. Hilmir Snær sýnir fantaleik og sannar sig sem einn besti leikari þjóðarinnar. Persónan Dísa er mjög vel leikin og er eitt mesta ómenni sem ég hef séð og með betri skúrkum íslenskrar kvikmyndasögu. Hún var allan tímann með eitthvað djöfullegt plott og maður var hræddur við hana. Sammi er einnig mj0g vel leikinn. Söguþráður myndarinnar er einnig frábær og umhverfið var mjög flott. Ég hélt að þessi mynd yrði um barnamisnotkun í tengslum við Breiðavíkurmálið en síðan kom í ljós að Veðramót var nokkuð huggulegur staður. Það er fortíð krakkanna sem er hryllingur.
Ég fann ekki fyrir því að ég væri að horfa á íslenska mynd, öfugt við Astrópíu þar sem kjánahrollurinn var allsráðandi. Skrýtið að þessi mynd fái miklu minni aðsókn en Astrópía.
Myndin fær 3,5 stjörnur af 5 mögulegum.
laugardagur, 15. september 2007
American Movie
Ótrúlega langdregin mynd sem á þó sína gullnu kafla. Myndin fjallar um ruglaðan gaur (Mark) sem á sér þann draum að verða ríkur og frægur leikstjóri. Það tekst þó ekki hjá honum, og mun líklega aldrei takast, þar sem hann er algjör amatúr, bláfátækur og stórskrýtinn. Myndin sýnir nokkur ár úr lífi hans þar sem hann er að reyna að klára myndina Coven. Þökk sé ótrúlegri þrjósku tekst það að lokum. Coven er samt bara um 40 mín. og ég efast um að hún sé meistarverk (fær 4,2 á imdb).
Aðal skemmtunin við myndina eru persónurnar og þær halda henni á floti. Mark ásamt steikta vini sínum og Uncle Bill eru með furðulegri mönnum sem ég hef séð.
Ég var farinn að dotta yfir þessari mynd, enda oft langir kaflar þar sem lítið merkilegt var að gerast. Ég vaknaði svo við atriðið þar sem gamli skröggurinn, Uncle Bill, er að reyna að rausa örfáum setningum út úr sér við tökur myndarinnar Coven (http://www.youtube.com/watch?v=-v1UddiYpfQ).
Myndin fær 2,5 stjörnur af 5 mögulegum.
fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Astrópía
Óvenju vinsælt þykir að blogga um myndina Astrópíu um þessar mundir og ég hef ákveðið að fylgja straumnum.
Hef lítið vit á klippingu, lýsingu og þannig hlutum, svo égMyndin er í raun fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, þ.e. ævintýra/gamanmynd. Flestir eru sammála um að myndin er mjög vel heppnuð og ég er einn af þeim. Söguþráðurinn er afbragðsgóður og frumlegur að vissu leyti. Þó að óteljandi bardagamyndir hafi verið gerðar eru fáar sem fjalla um gellu í nördabúð sem sogast bókstaflega inn í heim nörda. Leikararnir sýna nú enga meistaratakta en skila sínu samt ágætlega, enda ekki til mikils af þeim krafist (nema kannski tilfinningarnar sem fylgja neistafluginu milli Hildar og Dags, og þar tekst Degi að láta manni líða kjánalega). Tónlistin var fín, blanda af nýjum íslenskum lögum og búlgarskri sinfóníu. læt það ósagt að dæma þá.
Myndin fær 2,5 stjörnur af 5 mögulegum.